Öldugata 16, Reykjavík
Tilboð
Einbýlishús
13 herb.
317 m2
Tilboð
Stofur
4
Herbergi
13
Baðherbergi
3
Svefnherbergi
5
Byggingaár
1927
Brunabótamat
145.750.000
Fasteignamat
150.000.000

Croisette.Home kynnir í einkasölu eitt af glæsilegri og virðulegri húsum Reykjavíkur, Öldugötu 16.

Húsið er á þremur hæðum auk geymslulofts og er alls 317,6 fm. samkvæmt Þjóðskrá Íslands.
Húsið, sem stendur á stórri hornlóð við Öldugötu og Ægisgötu, er steinað að utan með Hrafntinnu og Silfurbergi sem gefur því einstakt útlit og yfirbragð. 
Íbúð í kjallara er stærri en opinberar stærðir segja til um. 


Saga þessa húss er hluti af sögu Reykjavíkur en henni er lýst afar skemmtilega af Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi og sérfræðingi í sögu Reykjavíkur. "Öldugata 16 er eitt af allmörgum glæsilegum einbýlishúsum í Vesturbæ Reykjavíkur sem Þorleifur Eyjólfsson, fyrsti íslenski arkitektinn sem lærði í Þýskalandi, teiknaði. Þetta að vísu ásamt Sigurði Péturssyni byggingafulltrúa. Þorleifur kom frá námi 1924 og bera elstu hús hans eins og þetta frá 1925 merki þýskrar húsagerðarlistar, sem þá var efst á baugi með ákveðnum áhrifum frá nýklassík og jafnvel jugend og háreistum brotaþökum með baroksniði. Húsbyggjendur voru hjónin Guðmundur Jensson, annar aðaleigandi Nýja bíós, og Sigríður Sigurðardóttur. Guðmundur lést árið 1968 og tíu árum síðar seldi ekkjan húsið. Kaupendur voru hjónin Ebenesar Ásgeirsson og Ebba Thorarensen kaupmenn í Vörumarkaðinum. Þau seldu Karli J. Steingrímssyni húsið árið 1988 og átti hann húsið í nokkur ár. Nú í ríflega 20 ár hafa húseigendur hins vegar verið dr. Kesara Jónsson frá Thaílandi, prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við Háskóla Íslands, og maður hennar Friðrik Ragnar Jónsson verkfræðingur, forstjóri alþjóðlegs fyrirtækis í pappírsendurvinnslu og pappírsmótun.“ 

Svona eignir koma á markaðinn á nokkra áratuga fresti. Byggingarstíll og gæði eru með einsdæmum ásamt staðsetningu í gamla Vesturbænum. 

Nánari lýsing eignar:
Húsið er að mestu upprunalegt og frábært tækifæri að koma húsinu í nútimahorf en á sama tíma halda í þann mikinn karakter sem er til staðar í húsinu og hönnun þess.

Aðalhæð og ris:
Komið er inn á marmaralagt og viðarklætt anddyri með góðum sérsmíðuðum skáp úr mahony viði, en sá viður er ríkjandi í klæðningum og innréttingum hússins. 
Innaf anddyri er komið inná parketlagt hol með skemmtilegu stjörnumynstri og þaðan er gengið upp stórglæsilegan mahony stiga uppá aðra hæð. Í holi er lítil gestasnyrting.  
Úr anddyri er gengið til stofa, fyrst er stór bókastofa, stór dagstofa er þar við hliðina og loks stór og falleg borðstofa. Gegnheilt eikarparket með fiskibeinamynstri er á borðstofu og bókastofa er með stjörnulaga mynstri í parketinu. Dagstofan er teppalögð ljósu teppi. Á milli stofanna eru rennihurðir ísettar einstaklega fallegu slípuðu gleri í litlum frönskum gluggum. Aukin lofthæð er á hæðinni. 
Innaf borðstofu er eldhús með eldri snyrtilegri innréttingu og lítið búr eða köld geymsla er þar við hliðina. Útgengt er út í garð úr eldhúsinu.
Á annarri hæð eru tvö svefnherbergi, lokuð af með afar fallegum hurðum ísettum litlum frönskum gluggum. Úr gangi er útgengt út á svalir þaðan sem útsýni er mikið yfir Miðbæinn og Vesturbæinn. 
Annað svefnherbergið er stórt hjónaherbergi og stórt parketlagt baðherbergi. Með hinu svefnherberginu er stórt baðherbergi með gufubaði og sturtuklefa.
Gegnheilt parket er á öllum herbergjum sem auðvelt er að pússa upp og endurnýta aftur og aftur.
Falleg SAUNA er í húsinu.

Íbúð í kjallara:
Á neðstu hæð hússins er íbúð með sérinngangi þar sem komið er inná flísalagt anddyri og er þaðan opið inní eldhús.
Eldhúsið er með fallegri innréttingu og borðkrók.
Gangur er frá anddyri í þrjú herbergi sem í dag eru tvö svefnherbergi og stofa. 
Baðherbergi er innst í ganginum, flísalagt og með sturtuklefa.
Þvottahús er inná hæðinni en þaðan er útgengt út í garðinn.
Garður hússins er sannkallað listaverk þar sem mosavaxnir steinar umlykja falleg blómabeð og tré. Í fullum sumarskrúða er þetta einn af fallegri görðum þessa gamalgróna hverfis. Í garðinum framan við húsið er lítill gosbrunnur miðju steinhlaðins blómabeðs sem setur punktinn yfir þennan stórbrotna garð.
Bílskúrinn við húsið er 40 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Hann er klæddur sömu klæðningu og húsið, úr hrafntinnu og silfurbergi. Bílskúrinn þarfnast gagngerra endurbóta.
Húsinu hefur verið vel við haldið í gegnum tíðina og nýverið var skipt um rennur og niðurföll á öllu húsinu. Allir gluggar hafa verið verið uppgerðir og nýtt gler sett í. Þak hússins er klætt fallegum rauðlituðum steini. Komið er að viðhaldi á þakinu en það lekur ekki að sögn eigenda. 

Nánari upplýsingar veitir Styrmir Bjartur Karlsson, lfs. í síma 899-9090 og styrmir@croisette.is 
Hægt er fá 3D myndir af húsinu með að hafa samband við fasteignasala. Húsið er einungis sýnt með að bóka skoðun í gegnum fasteignasala.

 




Senda fyrirspurn vegna

Öldugata 16

Styrmir Bjartur Karlsson
Framkvæmdastjóri og lfs.