CROISETTE.HOME kynnir í einkasölu fallega 153.2 fm íbúð ásamt 26.4 fm bílskúr. Íbúðin er á tveimur hæðum í fallegu parhúsi í Hjöllunum í Kópavogi. Eignin er opin og björt, með fallegu útsýni, fjögur svefnherbergi, suður svalir þar sem gengið er niður á vel girtu svæði ofan á bílskúr, auk þess er er rúmgóður girtur vestur pallur. Göngustígur upp að útidyrum er upphitaður sem og fjögur bílastæði af sex og eru þau hluti af lóðareign. Hverfið er skjólsælt, Digranesskóli og HK íþróttahúsið er í göngufjarlægð og einnig stutt í Álfhólsskóla, leikskólann Álfheiði og alla helstu þjónustu. Við götuna er útivistarsvæði með gönguleiðum meðfram læknum og vinsælan frispígólfvöll. Húsið er mjög vel með farið en stærsti hluti innréttinga eru upphaflegar. Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson Lfs í S: 663-6700 eða kalli@croisette.is, Eva Margrét Ásmundsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala í S: 822-8196 eða eva@croisette.is. og Þorbirna Mýrdal Aðstoðarmaður fasteignasala í S: 888-1644 eða thorbirna@croisette.is
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit
Smelltu hér til að sjá 3D af eigninni
Nánari lýsing á neðri hæð:
Gengið er inn á fyrstu hæð en hún samanstendur af anddyri, rúmgóðu holi og tveim svefnherbergjum.
Anddyri: Gott anddyri með tvöföldum fataskáp. Flísar á gólfi.
Hol: Rúmgott hol með stórum fataskápum. Geymslupláss undir stiga. Flísar á gólfi.
Barnaherbergi 1: Rúmgott herbergi með vaskaðstöðu. Plastparket á gólfi.
Barnaherbergi 2: Rúmgott herbergi. Tvöfaldur fataskápur. Plastparket á gólfi.
Nánari lýsing efri hæð:
Rúmgóður stigi upp á efri hæð með aukinni lofthæð, samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu sem mynda eitt stórt opið og bjart rými , tvö
svefnherbergi og baðherbergi.
Stofa: Rúmgóð og opin stofa, myndar eitt rými með borðstofu, útgengt á góðar suður svalir og rúmgóðan vestur pall. Glæsilegt útsýni. Flísar á gólfi.
Eldhús: Hálf opið eldhús með hvítri viðar innréttingu. Flísar á gólfi.
Baðherbergi: Bjart baðherbergi með hvítri innréttingu. Baðkar með sturtu. Aðstaða fyrir þvottavél. Flísar á gólfi og hluta til á veggjum.
Svefnherbergi: Rúmgott, bjart herbergi með fataskáp. Frábært útsýni. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott, bjart herbergi með fataskáp. Parket á gólfi.
Bílskúr: er 26,4 fm með sjálfvirkum hurðaopnara.
Nánari upplýsingar veita:
Karl Lúðvíksson Lfs í S: 663-6700 eða kalli@croisette.is
Eva Margrét Ásmundsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala í S: 822-8196 eða eva@croisette.is.
Þorbirna Mýrdal Aðstoðarmaður fasteignasala í S: 888-1644 eða thorbirna@croisette.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.