CROISETTE.HOME kynnir í einkasölu 127.5 fm hæð. Eignin er opin og hátt til lofts, með tveim rúmgóðum svefnherbergjum, tveim baðherbergjum, þvotta-og geymsluherbergi með auka inngangi. Eignin var áður atvinnuhúsnæði en var breytt í íbúðarhús árið 2017. Þá var öllum gólfum skipt út og megnið af innréttingum nýjar. Allir veggir eru léttveggir og býður eignin því uppá mikla möguleika til að breyta skipulagi og bæta við herbergjum. Verönd til austurs með mikla möguleika. 7 bílastæði. Leikskólinn Tjarnarás er í næsta húsi og Áslandsskóli hinum megin við götuna.
Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson Lfs í S: 663-6700 eða kalli@croisette.is, Eva Margrét Ásmundsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala í S: 822-8196 eða eva@croisette.is. og Þorbirna Mýrdal Aðstoðarmaður fasteignasala í S: 888-1644 eða thorbirna@croisette.is
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit
Smelltu hér til að skoða eignina í 3-D
Nánari lýsing:
Anddyri: Gott anddyri með ágætum walk-in fataskáp. Harðparket á gólfi.
Stofa: Myndar eitt stórt opið, rúmgott rými, með eldhúsi. Bætt var við hurð sem liggur út á verönd sem snýr austur. Harðparket á gólfi.
Eldhús: Opið eldhús við stofu með stórri eyju. Falleg hvít innrétting, skápar við vegg eru endurnýttir en innrétting í eyju er ný frá 2017. Borðplöturnar eru steyptar úr léttsteypu. Flísalagður veggur á bak við innréttingu. Harðparket á gólfi.
Þvottahús og geymsluherbergi: Snyrtilegt þvottahús með pláss fyrir þvottavél og þurrkara. Mikið skápapláss. Flísar á gólfi. Auka inngangur.
Baðherbergi 1: Snyrtilegt baðherbergi með fallegri innréttingu. Stór walk-in sturta, steypt baðkar, upphengt salerni og handklæðaofn. Flísar á gólfi og á veggjum.
Baðherbergi 2: Lítið baðherbergi innaf þvotta-og geymsluherbergi. Flísar á gólfi og á veggjum.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með ágætu fatahengi. Harðparket á gólfi.
Barnaherbergi 1: Rúmgott og bjart herbergi. Harðparket á gólfi.
Eigninni fylgja hvorki meira né minna en 7 bílastæði.
Nánari upplýsingar veita:
Karl Lúðvíksson Lfs í S: 663-6700 eða kalli@croisette.is
Eva Margrét Ásmundsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala í S: 822-8196 eða eva@croisette.is.
Þorbirna Mýrdal Aðstoðarmaður fasteignasala í S: 888-1644 eða thorbirna@croisette.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.