CROISETTE.HOME kynnir virkilega vandaða þakíbúð á Valshlíð 16, íbúð sem er samtals 237.3 fm á 4.hæð og 5. hæð og með lokuðum bílskúr í bílageymslu og stæði fyrir framan bílskúr. Aukin lofthæð og gólfsíðir gluggar. Innréttingar eru frá danska fyrirtækinu JKE. 43 fm þakgarður með 5 fm útigeymslu og tengi fyrir heitum potti. Tvennar svalir eru einnig í íbúðinni. Útsýni í margar áttir, t.d. Esjan, Perlan, Valssvæðið ofl.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ 3D
SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLITNánari lýsing:Komið inní íbúð af svalagangi á fjórðu hæð. Sérinngangur af svölum sem gefur íbúðinni mikið næði.
Anddyri með fataskápum.
Svefnherbergi með góðum fataskápum. Parket á gólfum.
Baðherbergi með sturtu og rúmgóðri aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Terrazzo borðplata undir vask.
Eldhús opið í
stofu. Dökk innrétting frá danska fyrirtækinu JKE. Út úr rýminu er útgengi út á rúmgóðan 43 fm þakgarð. Einnig eru
svalir út úr borðstofu. Falleg eyja með Terrazzo borðplötu og mjög vönduðum blöndunartækjum.Gengið upp á efri hæð.
Tvö svefnherbergi með fataskáp. Úr öðru herberginu er útgengi út á svalir sem snúa til vesturs.
Baðherbergi með sturtu.
Sjónarpsstofa/stofa rúmgóð með útsýni yfir Valssvæðið, Perluna ofl.
Bílskúrinn sem er í bílakjallara er skráður 49,5 fm. Innan bílskúrs er geymsla 39,5 fm með góðu skápaplássi. Bílastæði merkt 0C-15 er fyrir framan bílskúrinn. Raflögn til staðar fyrir rafbílahleðslu.
Mikil lofthæð í bílakjallara og er hann mjög snyrtilegur. Snyrtileg sameign, rúmgóð hjóla- og vagnageymsla. Garðurinn í miðjunni á húsunum er algjörlega til fyrirmyndar og skapar skemmtilega stemmningu í Skandinavískum blæ.