Villa abama , 950 Óþekkt
550.850.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á þremur hæðum
6 herb.
390 m2
550.850.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
6
Inngangur
Sér
Byggingaár
2016
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

Croisette Tenerife Kynnir í einkasölu! GEGGJUÐ VILLA Á ABAMA GOLF! Villa Lusso sem er staðsett á suðurhluta Tenerife, með stórkostlegu útsýni yfir hafið. Þessi villa er umkringd golfvöllum og fjöllum og er staðsett á besta stað á Abama Golf sem er einn eftisróttasti staður til að eiga eign í Evrópu! Villan er hönnuð af Leonardo Omar og sameinar nútímalegan klassískan stíl með 4 rúmgóðum svefnherbergjum, eitt þeirra er svíta með sérbaðherbergi. Stór Garðurinn er sér hannaður af landslagsarkitekt sem sérhannar hæðarmuninn út frá útsýni svo allstaðar sem þú stendur færðu óhindrað útsýni. Í garðinum er einnig að finna ávaxtageymslu, bíó- eða fyrirlestrasal, þvottahús, 4-5 bíla bílskúr og tæknirými. Í húsinu er björt og stór stofa með píanó á miðju gólfi og stórkostlegu útsýni. Rúmgott eldús og verönd þar sem er hægt að njóta hádegisverðar í fallegu umhverfi. Sundlaugin er fullkomlega staðsett með tilliti til sólar til að slaka á og njóta. Út frá svefnherbergjagangi er vinnustofa og fataherbergi, með mikilli loftæð. Villan er staðsett á fimm stjörnu hótelinu The Ritz-Carlton, Abama, og býður upp á aðgang að rómantískri hvítri sandströnd, tennisvelli, smáklúbbi, fyrirlestrasal, heilsulind og frábærum veitingastöðum eins og Kabuki og Martin Berasategui. Öryggi er tryggt 24 tíma á dag, 7 daga vikunnar. Þessi villa er tilvalin fyrir alla fjölskylduna og býður upp á sólskin og vor allt árið um kring. Þú munt ekki missa af einstöku tækifæri til að búa í virtu umhverfi á Tenerife.
Einstakt tækifæri!


Nánari upplýsingar veita: 
Giorgio Giubilei í S: +34 642545867 eða [email protected]
Drifa Björk Linnet Kristjansdottir í S: 771-8585 eða [email protected]
Karl Lúðvíksson Lfs í S: 663-6700 eða [email protected]  

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Annar kostnaður sem leggst ofan á kaupin eru 6,5 % IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði. Um 3500 Evrur í kostnað vegna stimpilgjalda og annars frágangskostnaðar,
Við hjá Croisette Ísland bjóðum uppá þjónustu Íslenskumælandi sölustjóra hjá okkur sem staðsettir eru á Tenerife og fylgja þér í gegnum kaupin í heild.
  
·        Aðstoð við húsnæðislán í Spænskum banka
·        Lögfræðiaðstoð
·        Aðstoð við að fá spænska kennitölu
·        Aðstoð við að fá verktaka í breytingar á húsnæði ef þess er þörf
·        Útvega endurskoðanda
·        Aðstoð við að opna spænskan bankareikning
 

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.