CROISETTE - KNIGHT FRANK kynna í einkasölu sérlega vel skipulagt og stórt 294,8 fm einbýlishús á rólegum og skjólsælum stað í Setberginu í Hafnarfirði. Eignin skiptist í 181,7 fm efri hæð með 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, sjónvarpsherbergi, eldhús, stofu og borðstofu. Neðri hæð er 64,5 fm hjónasvíta með baðherbergi og saunu ásamt skrifstofuherbergi. Tvöfaldur 48,6 fm bílskúr og innkeyrsla/bílaplan sem rúmar allt að 6 bíla. Stór lóð með leiksvæði og stórum skjólgóðum sólpalli með heitum pott og grillaðstöðu. Þetta er gott fjölskylduhús í friðsælu umhverfi, stutt í leikvöll, skóla, íþróttahús, golfvöll og alla helstu þjónustu. Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða [email protected] og Þorbirna Mýrdal, löggiltur fasteignasali í s. 888-1644 eða [email protected]SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT
Þrívíddarteikning af eigninni:
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA AÐALHÆÐ Í 3-D
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA NEÐRI HÆÐI Í 3-DNánari lýsing aðalhæð:Anddyri: Stórt og gott anddyri með góðu skápaplássi, fatahengi og skóhillum. Flísar á gólfi. Gengið beint inn í þvottahús og þaðan inn í bílskúr.
Stofa: Úr anddyri er gengið inn í aðalrými hússins. Bjart og opið rými með mikilli lofthæð. Góð stofa og borðstofa með fallegum arni. Viðarparket á gólfi í stofu og flísar í borðstofu.
Eldhús: Gott skápapláss, viðarinnrétting með svartri granít borðplötu og flísar milli efri og neðri skápa, innbyggður ofn og örbylgjuofn og eldhúskrókur. Flísar á gólfi. Fyrsta hurð á svefnherbergisgangi er búr.
Sjónvarpshol: Við svefnherbergisgang er gott sjónvarpshol með viðarparketi á gólfi.
Baðherbergi: Fallegt og bjart baðherbergi sem nýlega var tekið í gegn. Innrétting með miklu skápaplássi, upphengt salerni, baðkar, walk-in sturta, handklæðaofn og hiti í gólfi. Hátt er til lofts og flísalagt í hólf og gólf.
Svefnherbergi: Eru 3 talsins, þar af eru tvö með innbyggðum fataskáp. Viðarparket á gólfum.
Gestasnyrting: Við anddyri er gestasnyrting með upphengdu salerni og handklæðaofn, flísar á gólfi og hluta af veggjum.
Þvottahús og geymsla: Úr anddyri er gengið beint inn í þvottahús. Góð vinnuaðstaða, mikið skápa- og borðpláss, vaskur, þurrkslá í lofti, handklæðaofn og skóhillur. Þar inn af er geymsluherbergi, bílskúr og gengið út í bakgarð.
Bílskúr: Stór tvöfaldur bílskúr með góðu geymsluplássi.
Nánari lýsing neðri hæð:Hjónasvíta: Á neðri hæð hússins er sannkölluð hjónasvíta sem skiptist í gott herbergi og svo glæsilegt baðherbergi. Í herberginu er stór fataskápur með rennihurðum og parketi á gólfi.
Baðherbergi og sauna: Sér rými fyrir salerni og handlaug. Stórt baðherbergi með fallegri upphengdri innréttingu. Flísalagt í hólf og gólf. Yfir allri innréttingunni er stór spegill með góðri lýsingu, mikið borð- og skúffupláss og handlaug. Hornbaðkar með nuddi, tvöföld walk-in sturta með fallegum mósaík flísum, stór handklæðaofn og upphengdir skápar. Sauna inn af baðherberginu.
Skrifstofa: Stór skrifstofa með plássi fyrir tvö skrifborð, innbyggð bókahilla með rennihurð. Parket á gólfi.
Sólskáli, pallur og garður: Úr borðstofu er gengið inn í sólskála og þaðan út á pall. Sólskálinn er flísalagður. Stór og skjólgóður pallur með heitum potti, gott pláss fyrir sólbekki, borð og stóla. Köld geymsla er á pallinum fyrir grill og garðhúsgögn. Á bak við hús er góður garður með leiktækjum fyrir börn og geymsluhús fyrir sláttuvélina, garðverkfæri og fleira.
Nánari upplýsingar veita: Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða
[email protected] Þorbirna Mýrdal, löggiltur fasteignasali í s. 888-1644 eða
[email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.