CROISETTE - KNIGHT FRANK og Þorbirna Mýrdal kynna í einkasölu 11.300fm leigulóð fyrir sumarhús í Holtabyggð í Hrunamannahreppi í Árnessýslu, rétt fyrir utan Flúðir. Hitaveita, kalt vatn og rafmagn á svæðinu. Lóðin er með stórfenglegu útsýni yfir Iðu í Hvítá, Vörðufell til vesturs og sveitina til suðurs. Golfvöllur í hverfinu og fótboltagolfvöllur skammt frá. Secret lagoon, Hrunalaug, Flúðasveppir og Friðheimar í næsta nágrenni. Allar nánari upplýsingar veitir Þorbirna Mýrdal, löggiltur fasteignasali í s. 888-1644 eða [email protected]SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT Leigusali hefur lagt stofnbraut um sumarhúsahverfið og sér hann um viðhald á henni. Heimreið hefur verið lögð inn á lóðina en leigutaki sér um lagningu og viðhald heimreiðar frá stofnbraut og gerð og viðhald bílastæðis. Kaldavatnslagnir liggja að lóðarmörkum og leigusali á að leggja hitavatnslagnir að húsi. Kalt vatn kemur frá vatnsveitu Flúða. Leigusali leggur til heitt vatn úr landi Ásatúns. Leigusali leggur til stofnæð fyrir frárennsli í rotþró og sér um og kostar viðhald á stofnæð frárennslis frá húsi og í rotþró.
Nánari upplýsingar veitir: Þorbirna Mýrdal, löggiltur fasteignasali í s. 888-1644 eða
[email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.