CROISETTE & KNIGHT FRANK Kynna í einkasölu vel skipulagða 172,2 fm í hæð í fallegu tvíbýli við Melás 11 í Garðabæ. Eignin er á annari hæð með sérinngang. Bílskúr og studioíbúð á jarðhæð. Íbúðin skiptist í forstofu, fjögur svefnherbergi, eldhús, stofu með stórum svölum með fallegu útsýni, baðherbergi og geymslu/þvottahús. Allar nánari upplýsingar veitir Karl Lúðvíksson Lfs í S: 663-6700 eða [email protected], Eva Margrét Ásmundsdóttir Lfs í S: 822-8196 eða [email protected]SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT
SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ 3D AF EIGNINNI
SMELLTU HER TIL AÐ SJÁ 3D AF STUDIO ÍBÚÐINNINánari lýsing: Forstofa: Gengið er inn um sérinngang og upp stiga sem er timburklæddur. Innbyggður eikar fataskápur. Flísar á gólfi
Eldhús: Er með fallegri grárri innréttingu frá Kvik, gashelluborð, innbyggð uppþvottavél, pláss fyrir tvöfaldan ísskáp. Flotsteypa á gólfi.
Þvottahús: Er inn af eldhúsi. Hvít innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurkara. Handklæðaofn og vaskur.
Stofa: Rúmgóð og björt stofa. Útgengið út á stórar svalir sem vísa til suður og austurs. Flotsteypa á gólfi.
Baðherbergi: Snyrtilegt baðherbergi með fallegri ljósri innréttingu. Walk-in sturta. Upphengdu salerni. Handklæðaofn. Speglaskápur með lýsingu. flísalagt gólf og veggir.
Hjónaherbergi: Rúmgott svefnherbergi með góðu skápaplássi. Flotsteypa á gólfi.
Svefnherbergi: Bjart og rúmgott herbergi. Flotsteypa á gólfi.
Svefnherbergi: Bjart og rúmgott herbergi. Flotsteypa á gólfi.
Svefnherbergi: Bjart og rúmgott herbergi. Flotsteypa á gólfi.
Geymsla: Er á svefnherbergis gangi. Hillur og stýrikerfi fyrir gólfhita. Hleri uppá kallt loft.
Hiti er í gólfi nema inn í forstofu og þvottarhúsi, þar eru ofnar.Studioíbúð Á jarðhæð er rúmlega 30 fm studioíbúð (skráð í FMR sem 14 fm en var stækkuð) með eldhúskrók og flísalögðu baðherbergi með sturtu og stæði fyrir þvottavél.
Inngangur í íbúðarherbergi á jarðhæð auk þess sem er innangengt frá anddyri hæðarinnar.
Bílskúr með heitu/köldu vatni og rafmagni. Upphitað hellulagt bílaplan fyrir framan bílskúr. Bílskúrshurðaopnari.
Stór, skjólgóður sameiginlegur garður umlýkur húsið.Framkvæmdir seinustu ára samkvæmt seljanda2018 - Skipt um þak
2020 - Skipt um glugga á austurhlið og báðar svalahurðir, hiti í öll gólf á hæðinni, nýtt eldhús, allt endurnýjað á baðherberginu, nýjar hurðar og dyr inni í íbúðinni
2023 - Rafmagnstafla í stúdíóíbúð endurnýjuð og nýtt rafmagn dregið í eldhús og þvottahús á hæðinni
2024 - Voru gerðar miklar múrviðgerðir á húsinu og heilmálað.
Nánari upplýsingar veittar í síma 569 9090 og [email protected]Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali,
[email protected], S: 663-6700
Eva Margrét Ásmundsdóttir, löggiltur fasteignasali,
[email protected], S: 822-8196
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.