Opið hús: 12. september 2024 kl. 17:00 til 18:00.Opið hús: Rjúpnasalir 14, 201 Kópavogur, Íbúð merkt: 01 11 01. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 12. september 2024 milli kl. 17:00 og kl. 18:00.
CROISETTE - KNIGHT FRANK kynna í einkasölu fallega 92 fm íbúð á elleftu hæð með einstöku útsýni í vel viðhöldnu lyftuhúsi við Rjúpnasali í Kópavogi. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, baðherbergi, 2 svefnherbergi, þvottahús innan íbúðar og geymslu í sameign. Rafmagnsopnun í anddyri hússins, 2 lyftur og stæði í bílakjallara. Eignin er sérlega vel staðsett þar sem stutt er í Salalaug og margar skemmtilegar gönguleiðir. Salaskóli og leikskólinn Rjúpnahæð eru í göngufjarlægð. Allar nánari upplýsingar veitir Karl Lúðvíksson Lfs í S: 663-6700 eða [email protected] og Eva Margrét Ásmundsdóttir Lfs í S: 822-8196 eða [email protected]SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT
SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ 3D AF EIGNINNI
Nánari lýsing:Forstofa: Gott skápapláss. Harð parket á gólfi.
Eldhús: Dökk brún viðar innrétting, stæði fyrir uppþvottavél og ísskáp. Flísar á gólfi
Stofa/borðstofa: Í opnu rými með eldhúsi. Rúmgott og bjart rými. Útgengi á rúmgóðar lokaðar svalir sem snúa til suðausturs. Frábært æutsýni. Harð parket á gólfi.
Baðherbergi: Dökk brún viðar innrétting. Rúmgóður sturtuklefi. Handklæðaofn. Flísar á gólfi og veggjum.
Hjónaherbergi: Rúmgott og með góðu skápaplássi. Harð parket á gólfi.
Svefnherbergi: Bjart herbergi með skáp. Harð parket á gólfi.
Þvottahús: Er innan íbúðar. Ljós innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurkara. Vaskaðstaða. Flísar á gólfi.
Geymsla er í sameign ásamt Hjóla- og vagnageymslu
Sér stæði í bílakjallar.
Nánari upplýsingar veita: Karl Lúðvíksson Lfs í S: 663-6700 eða
[email protected] Eva Margrét Ásmundsdóttir Lfs í S: 822-8196 eða
[email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.