Croisette - Knight Frank kynnir eignina Hofstígur 17, 851 Hella.
Virkilega fallegt einbýlishús á þessum fallega útsýnisstað á bökkum Ytri-Rangár.
Ekkert til sparað í frágangi og gæðum. 2 hjónasvítur með stóru baðherbergi sem er með útgang út í garð sem er með potti og útisaunu.
Gestahús er ca.15 fm hús á lóðinni með tveim rúmum, salerni, sturtu og ísskáp.
Mikil lofthæð og stórir gluggar í útsýnisáttir.
Stórir pallar og mjög aðlaðandi aðkoma að húsinu.
Hægt er að skoða eignina hér í þrívíddNánar um eignina:
Milliveggir eru tvöfaldir með loftrúmi á milli til að fá betri einangrun/hljóðvist.
Hljóðeinangrandi loftadúkur er í alrými og eldhúsi.
Sonoshjóðkerfi er í alrými, bakvið hljóðdúk.
Loftskiptikerfi er í húsinu.
Þjófavarna- vatns-og brunakerfi er í húsinu.
Mjög vandaður Norðurljósaglerskáli með flottri lýsingu.
Gegnheilar ítalskar flísar í inngangi, baðherbergjum og eldhúsi.
Gegnheilt parket.
Ca.16 metra langur sérsmíðaður hnotuveggur með hurðum sem plana við vegginn.
Allar innréttingar eru sérsmíðaðar úr hnotu, marmara og málmi.
Útidyrahurð er sérsmíðuð út hnotu.
Gólfhitakerfi í öllu húsinu.
Vönduð og vel úthugsuð lýsing inni sem og úti.
Sófar og stóll frá Taccini.
Jensen rúm.
Frístandandi marmaraeyja með íslensku blágrýti
Arinn inní stofu.
Útsýnissauna með viðbyggingu
Kaldur og heitur pottur
Gestahús er ca.15 fm hús á lóðinni með tveim rúmum, salerni, sturtu og ísskáp.
Lóðin er 3 hektarar og er eignarlóð, hægt að sækja um lögheimili
Í heild má byggja 6 hús á lóðinni, allt að 600 fm
Öll ljósmegun í lágmarki og mikil kyrrð og ró
Fjarlægð frá Reykjavík er tæpir 100 km og stutt er í alla þjónustu á Hvolsvelli eða Hellu
Húsið fæst keypt með öllum húsgögnum, raftækjum og búáhöldum. Tilbúið til notkunnar.
Nánari upplýsingar veita: Styrmir Bjartur Karlsson Framkvæmdastjóri og lfs., í síma 899 9090, tölvupóstur styrmir@croisette.is.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette - Knight Frank fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.