Fasteignaviðskipti snúast í mörgum tilfellum um aleigu fólks. Öryggi viðskiptanna skiptir því meginmáli. Fasteignasalar eru starfstétt, sem telst til opinberra sýslunarmanna samkvæmt íslenskum lögum. Þeim er með löggildingu veittur einkaréttur til að sinna tilteknum störfum, en á þá lögð rík ábyrgð. Almennignur, sem leitar eftir viðskiptum við þá, má treysta því að vinnubrögð þeirra séu fagleg og hvergi sé tekin nein óþarfa áhætta með hagsmuni umbjóðendanna. Til fasteignasala eru gerðar kröfur um menntun, auk þess sem gerðar eru kröfur til þess að þeir hafi tekið ábyrgðartryggingu eða lagt fram aðra tryggingu, sem dómsmálaráðherra metur gilda.
Á heimasíðu Félags fasteignasala er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir kaupendur og seljendur fasteigna. Þar er meðal annars að finna minnislista fyrir seljendur á www.ff.is
Croisette - Knight Frank á Íslandi er í félagi fasteignasala á Íslandi.
Sjá staðsetningu á korti.