Croisette Iceland logo
Skráð 2. júlí 2025
Söluyfirlit

Silfursmári 12

Atvinnuhúsn.Höfuðborgarsvæðið/Kópavogur-201
2400 m2
Verð
Tilboð
Sameiginlegur
Fasteignanúmer
2368753_1
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
0 - Úthlutað
CROISETTE - KNIGHT FRANK kynnir TIL LEIGU -  Nýtt hágæða skrifstofu-, verslunar- eða þjónusturými - á frábærum stað við Silfursmára 12.

Til leigu nýtt hágæða skrifstofu-, verslunar- eða þjónusturými við Silfursmára 12 sem tilbúið verður til afhendingar í vor. Húsnæðið er staðsett á besta stað í miðju höfuðborgarsvæðisins og býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér sterka staðsetningu, frábæra aðstöðu og sveigjanlegt skipulag.

Helstu kostir: Staðsett í miðju höfuðborgarsvæðisins með fjölbreytta samgöngumáta. Mikil þjónusta í nánasta umhverfi. Nútíma vinnuumhverfi sem býður uppá mikil gæði, góða dagsbirtu, hljóðvist og loftgæði.
Stærð: Um 2.400 m² að viðbættum bílakjallara, geymslum og búningsaðstöðu. Möguleiki er á sérsniði og sveigjanleika eftir þörfum leigutaka.
Skipulag: Fjórar hæðir og möguleiki á að vera með verslun og þjónustu á jarðhæð.
Aðstaða: Svansvottuð bygging og tekur öll hönnun mið af því. Sambland af timbri, stáli og steypu sem gefur hlýlegt yfirbragð.
Aðgengi: 24 stæði í bílakjallara, 28 bílastæðum á lóð ásamt fjölda bílastæða við Smáralind.


Nánari upplýsingar veitir:
 Davíð Ólafsson, Sölustjóri - atvinnueignir, í síma 766-6633, tölvupóstur david@croisette.is.


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í húsaleigulögum nr. 36/1994 er kveðið á um heimild aðila kalla til skoðunaraðila til úttektar á húsnæðinu fyrir afhendingu. Croisette real estare partner bendir væntanlegum leigjendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Í tilfelli atvinnuhúsnæðis er ríkari heimild aðila að semja sig frá lögum og gildir þá ákvæði leigusamnings ef til ágreinnings kemur. 
 

Sambærilegar eignir

Opna eign
Til leigu
Image
Opna eign
Silfursmári 12
201 Kópavogur
2400 m2
Skrifstofuhúsnæði
Tilboð
© Copyright 2025 - Croisette Iceland
Knúið af
Fasteignaleitin