Croisette & Knight Frank kynna til sölu Tryggvagötu 23. Lúxus þakíbúð við Hafnartorg í hjarta Reykjavíkur.
163,8 fermetra íbúð á efstu hæð með aukinni lofthæð [ 3,05m ]. Íbúðin er með stórri hjónasvítu með fataherbergi og rúmgóðu baðherbergi með baðkari og sturtu. Stór alrými sem skiptast stofu, eldhús og borðstofu með glæsilegri gluggasetningu. Rúmgott svefnherbergi með skápum, forstofa með skápum, rúmgott baðherbergi með sturtu, þvottaherbergi og tvennar svalir. Sérgeymsla á jarðhæð er 12,6 fermetrar. Allar innréttingar, gólfefni og tæki eru sérvalin af innanhúsarkitekt til að mynda eina stílhreina heild og eru öll tæki og tæknibúnaður fyrsta flokks. Arkitektar hússins eru PKdM arkitektar. Guðbjörg Magnúsdóttir, sem er meðal þekktustu innanhússhönnuða landsins, hannaði og sá um efnisval. Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson Lfs í S: 663-6700 eða [email protected] og Eva Margrét Ásmundsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala í S: 822-8196 eða [email protected]Fyrirhugað fasteignamat 2024156.700.000 kr
SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT
SMELLTU HÉR TIL ÞESS AÐ SJÁ 3D AF EIGNINNINánari lýsing:Forstofa: Útidyrahurð er svargrá með viðaráferð frá Huet. Innfelldri lýsingu í loftum. Fataskáparnir eru sprautulakkaðir með innvols frá Innval af vandaðri gerð. Harðparketi á gólfi
Þvottaherbergi: Er staðsett inn af forstofu með vandaðri innréttingu frá Nobolia. Flísar á gólfi.
Baðherbergi I: Falleg dökk innrétting með viðaráferð frá Nobilia. Meganite borðplata með innbyggðum vaski úr sama efni. Upphengt salerni með innbyggðum vatnskassa og falleg sturta með blöndunartækjum frá Vola. Innfelld lýsing í loftum. Flísaflagt með flísum frá Iris stone á bæði gólf og veggi.
Eldhús: Öll eldhústæki eru af vönduðustu gerð frá Siemens. Tveir innbyggðir kæliskápar með frysti, uppþvottavél og vínkælir. Spanhelluborð og vifta sem kemur upp úr borðinu. Virkilega falleg innrétting frá Nobolia. Borðplata og klæðning er úr Meganite Carrara efni og með eldhúsvask sem felldur er í borðplötuna úr sama efni. Lýsing er undir efri skápum og ljúflokun á skúffum og skápum. Vandaðir kastarar í loftum.
Stofa: Er opin við eldhús, björt og rúmgóð með stórum gluggum til norðausturs og suðausturs. Glæsilegur horngluggi með útsýni yfir torgið og upp að Edition hóteli. Útgengi á svalir I með útsýni að þingholtunum. Harðparketi á gólfi.
Borðstofa: Er rúmgóð með stórum gluggum til norðausturs. Gengið frá borðstofu út á svalir. Harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi: Er með góðum fataskápum sem eru sprautulakkaðir með innvols frá Innval af vandaðri gerð. Gluggi til norðvesturs. Harðparketi á gólfi,
Hjónasvíta: Er mjög rúmgóð með fataherbergi/fataskápum sem eru sprautulakkaðir með innvols frá Innval af vandaðri gerð. Gluggi til suðausturs og innfelld lýsing og kastarar í loftum. Harðparket á gólfi.
Baðherbergi II: Gengið inn í frá hjónasvítu. Falleg innrétting frá Nobilia. Meganite borðplata með innbyggðum vaski úr sama efni. Upphengt salerni með innbyggðum vatnskassa, falleg sturta og baðkar, blöndunartæki frá Vola. Gluggi til suðausturs og innfelld lýsing í loftum. Flísalagt með flísum frá Iris stone á bæði gólf og veggi.
E-Net ljósastýrikerfi frá GIRA er í öllum íbúðum sem býður upp á notkun smáforrits í snjalltækjum til að stýra ljósum.
Hita og loftræstikerfi pípulagnakerfi hússins (innan íbúða) er leitt í gegnum lóðrétta lagnastokka. Ofnalagnir eru innsteyptar rör-í-rör og ofnar eru með vönduðum ofnlokum frá Danfoss
Innihurðar eru sprautulakkaðar mattar og framleiddar hjá HBH smíðaverkstæði.
Allt ytra efnisval bygginganna er í hæsta gæðaflokki sem og allur lóðarfrágangur. Undir húsunum er stærsti bílakjallari landsins sem nær allt til Hörpunnar.
Útihurðir eru raflæstar og tengdar heildstæðu aðgangsstýrikerfi.Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson Lfs í S: 663-6700 eða [email protected] og Eva Margrét Ásmundsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala í S: 822-8196 eða [email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.