Penthouse la caleta , 950 Óþekkt
176.700.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
176 m2
176.700.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2010
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

Við hjá Croisette Home bjóðum nú í einkasölu þessa geggjuðu 2ja herbergja þakíbúð með sjávarútsýni í La Caleta! Þessi eign er mjög vel staðsett í lúxus íbúðarkjarna Caleta Palms sem er hannað með smekklegum nútímalegum stíl í hæðsta gæðaflokki.
 
Á jarðhæð er mjög rúmgóð stofa, fullbúið opið eldhús, hvíldarsvæði innréttað í austurlenskum stíl, baðherbergi, sturta og verönd með glæsilegu útsýni yfir hafið.
Gengið er upp stiga á efri hæðina og þar er að finna tvö stór svefnherbergi og baðherbergi með sturtu og baðkari. Á sömu hæð frá svefnherberginu er aðgangur að annarri rúmgóðri verönd með nuddpotti þar sem frá morgni til síðdegis er hægt að sóla sig í næði með dásamlegu útsýni.
Royal Hideaway Corales Suites hótelið sem er eitt dýrasta og eftirsóttasta hótel á eyjunni er beint fyrir framan íbúðarkjarnan.
Eignin selst með bílastæði í sameign.
Í sameigilegum garði er upphituð sundlaug og barnasundlaug.
Einstök staðsetning og frábær fjárfestingarkostur þar sem þetta er dýrasta svæði á eyjunni til útleigu og því hægt að hafa mjög góðar tekjur af eigninni.

 
Nánari upplýsingar veita: 
Giorgio Giubilei í S: +34 642545867 eða [email protected]
Drifa Björk Linnet Kristjansdottir í S: 771-8585 eða [email protected]
Karl Lúðvíksson Lfs í S: 663-6700 eða [email protected]  

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Annar kostnaður sem leggst ofan á kaupin eru 6,5 % IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði. Um 3500 Evrur í kostnað vegna stimpilgjalda og annars frágangskostnaðar,
 
Við hjá Croisette Ísland bjóðum uppá þjónustu Íslenskumælandi sölustjóra hjá okkur sem staðsettir eru á Tenerife og fylgja þér í gegnum kaupin í heild.
  
·        Aðstoð við húsnæðislán í Spænskum banka
·        Lögfræðiaðstoð
·        Aðstoð við að fá spænska kennitölu
·        Aðstoð við að fá verktaka í breytingar á húsnæði ef þess er þörf
·        Útvega endurskoðanda
·        Aðstoð við að opna spænskan bankareikning

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.