CROISETTE - KNIGHT FRANK kynna í einkasölu góða og vel skipulagða 87,2 fm íbúð á fjórðu hæð í nýlegu fjölbýli við Borgartún 24b í Reykjavík. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu í alrými, tvö svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu innaf. Íbúðinni fylgir sérmerkt bílastæði í bílakjallara ásamt sérgeymslu í sameign. Góð staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu. Húsið er byggt í kringum sameiginlegan inngarð ásamt því að sameiginlegir þakgarðar eru á 4. 6. og 7. hæð hússins. Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is og Elín Auður Traustadóttir löggiltur fasteignasali í s: 858-0978 eða elin@croisette.is
SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT
Nánari lýsing:
Forstofa: Opin forstofa með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Stofa: Björt stofa og borðstofa í opnu rými með eldhúsi. Harðparket á gólfi.
Eldhús: Rúmgóð innrétting með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Ofn í vinnuhæð, helluborð og vifta. Harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott svefnherbergi með fataskáp og harðparteki á gólfi.
Herbergi: Bjart svefnherbergi með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi: Góð innrétting með vaski og speglaskáp á vegg. Upphengt salerni, handklæðaofn og stór sturtuklefi. Flísar á gólfi og hluta veggja.
Þvottahús: Þvottahús er innaf baðherbergi, flísar á gólfi.
Geymsla: Íbúðinni fylgir 7,0 fm sérgeymsla í sameign.
Nánari upplýsingar veita:
Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is
Elín Auður Traustadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 858-0978 eða á elin@croisette.is
Eignin Borgartún 24 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 251-8371, birt stærð 87,2 fm.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.