CROISETTE - KNIGHT FRANK kynna í einkasölu fjögurra herbergja 133,6 fm íbúð á annarri hæð við Arnarhraun 16, Hafnarfirði. Íbúðin er skráð 95,9 fm og skiptist í þrjú svefnherbergi, stofu og borðstofu, eldhús og baðherbergi. Í kjallara eru tvö samliggjandi herbergi sem eru samtals 20 fm ásamt sérgeymslu sem er 9,7 fm og 10 fm þvottahúsi. Þetta er góð fjölskylduíbúð í góðu og rólegu hverfi. Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is og Elín Auður Traustadóttir löggiltur fasteignasali í s: 858-0978 eða elin@croisette.is***VERIÐ ER AÐ KLÁRA MÚRVIÐGERÐIR Á HÚSINU AÐ UTAN OG ERU ÞÆR FRAMKVÆMDIR GREIDDAR AF SELJANDA***SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLITNánari lýsing:Anddyri: Rúmgott og bjart anddyri. Harðparket á gólfi.
Stofa og borðstofa: Rúmgóð og björt stofa sem opin er inn í borðstofu. Úr stofu er útgengt út á svalir. Harðparket á gólfi.
Eldhús: Rúmgott eldhús með fallegri innréttingu, gott skápapláss. Harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Snyrtilegt baðherbergi með salerni, innréttingu, haldklæðaofn, vask og baðkari. Flísar á gólfi og hluta veggja.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart herbergi með fataskáp. Harðparket á gólfi.
Svefnherbergi II: Gott barnaherbergi. Harðparket á gólfi.
Svefnherbergi III: Gott barnaherbergi. Harðparket á gólfi.
Herbergi í kjallara: Íbúðinni fylgja tvö samliggjandi herbergi í kjallara, samtals 20,2 fm.
Í sameign í kjallara er 9,7 fm sérgeymsla ásamt þvottahúsi. Sameiginlegt salerni er í kjallara. Sérbílastæði hægra megin við húsið fylgja eigninni. Framkvæmdir undanfarin ár að sögn seljanda:2025 - Útitröppur múraðar.
2025 - Hús að utan sprunuviðgert
2025 - Ný dyrabjalla 2025
2021 - Skipt um þrjár rúður í íbúð
2021 - Nýtt spanhelluborð og ofn í eldhúsi
2021 - Ný borðplata eldhúsi
2021 - Ný ljós í stofu og á gangi
2020 - Allir ofnar yfirfarnir og nýjum nemum komið fyrir
2020 - Nýtt salerni og vaskur
2020 - Eldvarnarhurð sett upp við inngang
2018 - Hús málað að utan
Nánari upplýsingar veita: Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is
Elín Auður Traustadóttir löggiltur fasteignasali í s: 858-0978 eða elin@croisette.is
Eignin Arnarhraun 16 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 207-3365, birt stærð 133.6 fm.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.