CROISETTE - KNIGHT FRANK kynna í einkasölu einstaklega fallega og bjarta tveggja herbergja íbúð á annarri hæð við Laugaveg 86 - 94 í 101 Reykjavík. Íbúðin er skráð 83,1 fm og skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, rúmgott svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Sérbílastæði fylgja húsinu. Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is og Elín Auður Traustadóttir löggiltur fasteignasali í s: 858-0978 eða elin@croisette.isSMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA Í 3-DSMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT.Nánari lýsing:Forstofa: Komið inn í rúmgóða forstofu. Nýlegar flísar á gólfi (2022) og góður fataskápur.
Eldhús: Eldhús er opið inn í rúmgott og bjart alrými. Nýleg eldhúsinnrétting (2022) með náttúrusteini á borði og uppá vegg að hluta. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Helluborð, ofn og háfur. Gegnheilt parket á gólfum.
Stofa/borðstofa: Stofa og borðstofa eru í opnu rými með eldhúsi. Gegnheilt parkert á gólfum. Útgengt er á svalir frá stofu.
Svefnherbergi: Rúmgott svefnherbergi, góðir skápar og gegnheilt parket á gólfum.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Hvít innrétting með vaski og speglaskáp þar fyrir ofan. Upphengt salerni, sturta og handklæðaofn.
Þvottahús: Nýlegar flísar á gólfi (2022). Vaskur og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla: Sérgeymsla er innan íbúðar.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign hússins. Sameiginlegar þaksvalir eru á 4. hæð hússins með útsýni yfir borgina. Íbúar hússins hafa aðgang að bílastæðum bak við húsið í gegnum aðgangstýrt hlið. Einnig er gott aðgengi að opnum bílakjallara (Stjörnuport) þar sem hægt er að leigja bílastæði í gegnum Reykjavíkurborg. Aðgangstýring fyrir íbúa að hæðum hússins frá lyftu. Aðgangur að bílastæðahúsi frá lyftu. Nánari upplýsingar veita: Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is
Elín Auður Traustadóttir löggiltur fasteignasali í s: 858-0978 eða elin@croisette.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.