Croisette - Knight Frank kynnir eignina Illagil 9 við Þingvallavatn. Stórkostlegt útsýni á þessum fallega stað. 
Virkilega flott eignarlóð með leyfi fyrir 150m
2 húsið á þessum fallega útsýnisstað við Þingvallavatn.
Eignin Illagil 9 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 234-5626.
Heildarstærð landeignar - 6.900 m²
Hér kemur nákvæm staðsetning á lóðinni.Lýsing:Um er að ræða eingarlóð á einum fallegasta útsýnisstað við suðurenda Þingvallavatns þar sem þjógarðurinn, Skjaldbreið, Ármannsfell og Hrafnabjörg blasa við. Aðkoma að svæðinu er í gegnum lokað bómuhlið og lóðunum fylgir aðgangur að Hestvík og réttur til bátahalds. 
Hér eru á ferðinni ein síðasta útsýnislóðin við Þingvallavatn, í einungis 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborginni.
Frá Reykjavík er ekið um Nesjavallaleið til austurs og þegar komið er inná Grafningsveg er ekið að afleggjara inn að Illagili þar sem lokað bómuhlið er inná svæðið. Hliðið er opnað með fjarstýringu eða talnakóða.
Lóðin er ofarlega í landinu og er kominn vegur ásamt neysluvatni og rafmagni að lóðarmörkum. 
Hér er tækifæri til að eignast einstaka lóð við Þingvallavatn þar sem hægt er að reisa heilsárshús með öllum nútíma þægindum. Afar sjaldgæft er að lóðir komi í sölu á þessu svæði. 
Búið að er grafa fyrir innkeyrslu inn á lóðina. 
Hægt er að skoða lóðina hér hjá landeigandaskrá HMS.Skipulag: 
Efnisval sumarhúsa er frjálst
Byggingarmagn lóða miðast við nýtingarhlutfallið 0.03 (3% af flatarmáli lóða, þar af mega aukahús vera allt að 40 fm.) Aðalhús skal ekki vera stærri en 150 fm.
Mænishæð frá jörðu skal ekki vera meir en 6 m og hámarks vegghæð skal ekki vera meir en 3,8 m.
Heimilt er að hafa svefnloft og kjallara undir húsum þar sem aðstæður leyfa.
Þakhalli má vera á bilinu 0 - 45 gráður.
Nánari upplýsingar veita: Styrmir Bjartur Karlsson Framkvæmdastjóri og lfs. í síma 899 9090, tölvupóstur styrmir@croisette.is.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette - Knight Frank fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
 - Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
 - Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 - Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 - Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.