CROISETTE - KNIGHT FRANK kynnir í einkasölu fallegt sumarhús ásamt gestahúsi að Hallkelshólum 119, Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsið er skráð 131,3 fm og skiptist í stórt anddyri, stofu, borðstofu og eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Gestahúsið er skráð 24 fm. Stór timburverönd með skjólveggjum, heitum og köldum potti ásamt infrarauðri sauna. Allar nánari upplýsingar veitir Karl Lúðvíksson Lfs í s: 663-6700 eða kalli@croisette.is og Elín Auður Traustadóttir í s: 858-0978 eða elin@croisette.isSMELLTU HÉR TIL AÐ FA SÖLUYFIRLITNánari lýsing:Anddyri: Komið er inn í rúmgott anddyri með góðu skápaplássi, útgengi út á verönd um rennihurð.
Stofa/borðstofa: Stofa og borðstofa eru í opnu rými með eldhúsi. Gólfsíðir gluggar með útgengi út á verönd. Arinn er í stofu.
Eldhús: Eldhúsinnrétting með granítborðplötu er í eldhúsinu. Gashelluborð og ofn í eyju.
Svefnherbergi: Þrjú svefnherbergi. Flísar á gólfum.
Baðherbergi: Góð innrétting með steinborðplötu og vaski, flísalagður sturtuklefi, upphengt salerni, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Útgengt er á verönd úr baðherbergi.
Öll gólf aðalhússins eru flísalögð með gólfhita með nýju hitastýringakerfi. Allar innréttingar eru frá Agli Árnasyni. Nýjar hvítar innihurðir. Húsið hefur nýlega verið málað bæði að utan og innan.
Gestahúsið er byggt úr timbri árið 2011. Nýlegt harðparket er á gólfi ásamt gólfhita. Á baðherberginu er upphengt salerni, innrétting með vaski og nýlegur sturtuklefi.
Grunnflötur hússins er 120,7 fm auk 10,6 fm geymslu í kjallara og frístandandi 24,0 fm gestahús alls 155,3 fm. Húsið er byggt árið 2008 úr timbri og er klætt að utan með standandi og liggjandi bandsagaðri furu. Á þaki er litað járn. PVC gluggar eru í húsinu. Steyptur sökkull og gólfplata. Gólfhitalagnir með stýringum. Undir hluta hússins er 10,6 fm steinsteypt geymsla. Þar er lagnakerfi hússins. Stór nýr hitakútur fyrir neysluvatn.
Veröndin er á tveimur pöllum sem tengir saman húsið og gestahúsið. Á efri pallinum er rafmagnsheitapottur, kaldur pottur, infrarauð saunatunna og grillskýli. Á neðri pallinum er hlaðið eldstæði. Á veröndinni er lýsing og útihátalarar. Veröndin er rúmlega 300 fm. Bílaplanið er stórt malarborið með lýsingu. Lóðin er um 10.000 fm leigulóð. Virkt sumarhúsafélag er á svæðinu. Rafmagnshlið er inn í hverfið.
Nánari upplýsingar veita: Karl Lúðvíksson í síma 6636700, tölvupóstur kalli@croisette.is.
Elín Auður Traustadóttir í síma 858-0978 eða elin@croisette.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.