Croisette Iceland logo
Opið hús:06. nóv. kl 17:00-18:00
Skráð 7. júlí 2025
Söluyfirlit

Hamarsbraut 4

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
204.6 m2
6 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
180.000.000 kr.
Fermetraverð
879.765 kr./m2
Fasteignamat
133.700.000 kr.
Brunabótamat
103.500.000 kr.
Mynd af Karl Lúðvíksson
Karl Lúðvíksson
Sölustjóri - Íbúðareignir
Byggt 1990
Þvottahús
Garður
Sérinngangur
Fasteignanúmer
2075193
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endunýjað að hluta
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Yfirfarið 2023 að sögn seljanda
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
CROISETTE - KNIGHT FRANK kynna í einkasölu, arkitektateiknað 204 fm einbýlishús við Hamarsbraut 4 í Hafnarfirði. Húsið stendur á 450 fm lóð sem er fullfrágengin og viðhaldslítil. Bílastæði er fyrir 2-3 bíla, hellulagt og upphitað. Hönnun hússins er sérstök og framsækin fyrir hús frá 1990 með tilliti til skipulags, útlits, efnisnotkunar og byggingarmáta. Hamarsbraut er róleg falleg gata á Vesturhamrinum í hjarta bæjarins. Vönduð og vel hönnuð eign sem nýtur skemmtilegs útsýnis yfir höfnina, út yfir flóann til Snæfellsjökuls og yfir gamla bæinn i Hafnarfirði. Eign sem er vert að skoða. Allar nánari upplýsingar veitir Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is og Elín Auður Traustadóttir í s: 858-0978 eða elin@croisette.is

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT.

Þrívíddarteikning af eigninni:
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA NEÐRI HÆÐ Í 3-D
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA EFRI HÆÐ Í 3-D

Forstofa: Björt og opin forstofa með gólfsíðum gluggum og skápum. Hiti í gólfi. Flísar úr náttúrusteini á gólfi. Gengið er niður tvö þrep úr forstofu/holi í alrými/eldhús, borðstofu og stofu.
Eldhús, borðstofa og stofa: í þessu rými eru gólfsíðir gluggar, niðurfelldir ofnar og góð lofthæð. Eldhúsinnrétting er hvítlökkuð með marmara á borðum, Simens og Mile eldhústæki. Stór horngluggi er í borðstofu sem nær milli hæða. Útgengt er úr stofu út í garð. Arinn er í rýminu, staðsettur milli stofu og borðstofu.Gegnheilt niðurlímt og olíuborið eikarparket á gólfi.
 
Inn af forstofu er svæði þar sem er: Gestasnyrting, veggir að hluta með mosaikflísum, hiti í gólfi og flísar úr náttúrusteini á gólfi. Sturturými með microsement á veggjum og gólfi, hiti í gólfi. Þvottahús með góðum skápum og vinnuborði, flísar úr náttúrusteini á gólfum. Forstofa við bakinngang með góðum skápum, hiti í gólfi og flísar úr náttúrusteini á gólfum.

Innangengt er úr gangi við bakinngang í bílskúr. Bílskúr/herbergi: Mosiakflísar á hluta veggja, gólf lakkað. Bílskúr er í dag nýttur sem herbergi.
 
 Nánari lýsing á efri hæð: Gengið er á efri hæð um bogadreginn járnstiga með viðarþrepum. Ofanbirta er yfir stiga.
 
Fjölskyldurými/Sjónvarpshol: Opið og bjart rými með tveimur þakgluggum og hornglugga sem nær milli hæða, útgengt er út á litlar svalir til norðvesturs. 
Gegnheilt niðurlímt og olíuborið eikarparket á gólfi.
Hjónaherbergi: Herbergi með fataherbergi, útgengt út á svalir til suðurs ofan á bílskúr og þaðan eru tröppur niður í garð. Gegnheilt niðurlímt og olíuborið eikarparket á gólfi.
Barnaherbergi I: Herbergi, skápalaust. Gegnheilt niðurlímt og olíuborið eikarparket á gólfi.
Barnaherbergi II: Herbergi með skáp. Gegnheilt niðurlímt og olíuborið eikarparket á gólfi.
Baðherbergi: Mosaikflísar á hluta veggja, flísar úr blágrýti á gólfi, baðkar. 

Húsið er ekki að öllu leyti fullbúið þar sem enn á eftir að setja handrið á báðar svalir á húsinu og í barnaherbergjum (“ franskar svalir”). Einnig vantar bílskúrshurð. Eftir endurnýjun á þökum á eftir að setja nýjan viðarpall á svalir á bílskúrsþak. 

Hönnuðir:
Arkitekt hússins: Sigurður Einarsson -Batteríið Arkitektar 
Innanhússarkitekt: Guðrún Margrét Ólafsdóttir - go form 
Landslagsarkitekt: Þráinn Hauksson - Landslag 

Nánari upplýsingar veita: 
Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
 - Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
 - Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 - Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 - Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.



 

Sambærilegar eignir

Opna eign
Image
Opna eign
Þrastahraun 2
220 Hafnarfjörður
244.2 m2
Einbýlishús á tveimur hæðum
835
774 þ.kr./m2
189.000.000 kr.
© Copyright 2025 - Croisette Iceland
Knúið af
Fasteignaleitin