Álfaberg 10, 221 Hafnarfjörður
189.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
9 herb.
421 m2
189.000.000
Stofur
3
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1984
Brunabótamat
187.950.000
Fasteignamat
186.500.000

CROISETTE - KNIGHT FRANK kynnir í einkasölu glæsilegt sérbýli við Álfaberg 10, 220 Hafnarfirði. Frábær staðsetning innst í botnlanga, í hinu vinsæla Setbergslandi. Þetta er einstaklega reisulega hús er teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. Eignin er samtals 421.6 fm. á tveimur hæðum, 6 svefnherbergi, 3 stofur, 3 baðherbergi. 51.2 fm tvöfaldur bílskúr. Stutt er í Leikskólann Hlíðarberg, Setbergsskóla og alla helstu þjónustu. Um er að ræða afar fallega og vandaða eign sem vert er er að skoða. Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson lfs í S: 663-6700 eða [email protected] eða Eva Margrét Ásmundsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala í S:822-8196 eða [email protected]

Smelltu hér til þess að sjá 3D
Smelltu hér til þess að fá sent söluyfirlit af einginni 


Nánari lýsing: 
Aðal hæð
Anddyri: Gengið er inn í rúmgott anddyri. Tveir tvöfaldir hvítir skápar. Flísar á gólfi. 
Gestasalerni: Salerni og vaskur. Flísar á gólfi og veggjum að hlutatil.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart herbergi. Fataherbergi með hvítri skápaeiningu. Parket á gólfum. Útgangur út í garð og heitan pott. Baðherbergi með salerni og sturtuklefa. Blá innrétting. Flísar á gólfum og veggjum.
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart herbergi. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart herbergi. Parket á gólfi.
Arinstofa: Gengið er niður 6 þrep frá anddyris gagni svo tvö þrep niður í Arinstofuna sem er virkilega björt og falleg með 5 stórum gluggum í boga. Vandaður arin. Út gegnið út í garð. Granít á golfi.
Stofa: Rúmgóð og björt stofa. Út gegnið út á suður svalir og garð. Teppi á gólfi.
Borðstofa: Hægt að ganga inn frá eldhúsi og stofu. Falleg tvöföld hurð frá stofu. Björt og rúmgóð borðstofa, léttur veggur inn í eldhús. Parket á gólfi.
Eldhús: Bjart eldhús með ljósri innréttingu og borðkrók, auðveldlega hægt að opna inn í borðstofuna. Parket á gólfi. 
Þvottahús: Gott þvottaherbergi er inn af eldhúsi. Ljós innrétting og vask aðstaða. Flísar á gólfi.

Neðri hæð
Stigahús: Glæsilegur steyptur stigi með viðar handriði. Teppalagður
Baðherbergi: Nýlega uppgert baðherbergi með sturtu og frístandandi baðkari. Handklæðaofn. Upp hengt salerni. Flísar á gólfi og veggjum.
Svefnherbergi: Virkilega rúmgott herbergi, tilvalið í hobbý eða bíó herbergi. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart herbergi. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart herbergi. Parket á gólfi.

Forstofa og sérútgangur á neðri hæðinni.
Mögulegt væri að gera aukaíbúð á neðri hæð með sérinngang. 


Nánari upplýsingar veita: 

Karl Lúðvíksson Sölustjóri -  í síma 663 6700, tölvupóstur [email protected]
Eva Margrét Ásmundsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala- í síma 822 8196, tölvupóstur [email protected]


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
 - Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
 - Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 - Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 - Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.