CROISETTE - KNIGHT FRANK kynna í einkasölu nýtt atvinnuhúsnæði á besta stað í Reykjanesbæ. Um er að ræða 3.338 fm hús sem er hannað til að skipta upp í 22 bil en hægt er að nýta húsið sem minni einingar eins eftir þörfum. Stærð bilana getur verið 110 fm, 150 fm og 200 fm eða stærri. Húsið er límtréshús með steyptri plötu og byggt með yleiningum. Þetta er mjög vandað hús sem mikið hefur verið lagt í til að hafa allan frágang sem bestan. Allar nánari upplýsingar veitir Karl Lúðvíksson Löggiltur Fasteignasali í S: 663-6700 eða [email protected] og Eva Margrét Ásmundsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala- í síma 822 8196, tölvupóstur [email protected].Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar, teikningar og skilalýsingu.
SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT STRAX.Nánari lýsing:Húsið: Húsið er alls 2225 fm að stærð eða 3338 fm með millilofti sem allt eru skráðir fermetrar. Stórar innkeyrsluhurðir frá báðum hliðum. Maæbikað plan verður umhverfis alla eignina.
Bilin: 100/150/200 fm með millilofti sem er úr hágæða límtré með mikla burðargetu.
Frágangur: Límtréburðarvirki, yleiningar, iðnaðarhurðar frá Héðni, lóðarstærð 5.079 fm.
Afhending er samkvæmt skilalýsingu en áætluð afhending er ágúst/september 2024.Nánari upplýsingar veita: Karl Lúðvíksson Sölustjóri - í síma 663 6700, tölvupóstur
[email protected]Eva Margrét Ásmundsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala- í síma 822 8196, tölvupóstur
[email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.