Vatnsstígur 19, 101 Reykjavík (Miðbær)
230.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
4 herb.
233 m2
230.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2004
Brunabótamat
110.000.000
Fasteignamat
153.400.000

CROISETTE - KNIGHT FRANK kynna í einkasölu fallega og vel skipulagða fjögurra herbergja, 233.80 m2 hæð við Vatnsstíg 19 í hjarta Reykjavíkur. Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi, stofu með yfirbyggðum svölum, eldhús, þvottahús/búr, tvö baðherbergi, skála og garðsvalir. Stutt í margar helstu perlur miðborgarinnar; gömlu höfnina, Skólavörðuholtið og Austurvöll, nálægðin við iðandi mannlíf miðborgarinnar setur Skuggahverfið í flokk eftirsóttustu hverfa borgarinnar. Allar nánari upplýsingar veita Styrmir Bjartur Karlsson, Framkvæmdastjóri og lfs. í síma 899 9090 eða [email protected]  Eva Margrét Ásmundsdóttir í S: 822-8196 eða [email protected] og Þorbirna Mýrdal S: 888-1644 eða á [email protected]

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT
SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ 3D AF EIGNINNI

Eignin er skráð samkvæmt FMR 188.5 m2 en séreignarflötur er talsvert stærri en opinberar tölur segja til um þar sem þakgarður og yfirbyggðu svalirnar eru ekki tekin inn í opinberum fermetra fjölda.


Nánari lýsing á neðri hæð: 
Gangur/Gestasnyrting:
Gott skápapláss á gangi. Viðarinnrétting með granítplötu. Upphengt salerni. Handklæðaofn. walk-in sturta. Granít flísar á gólfi og flísar á veggjum.
Stofa: Stór opin og björt stofa með gólfsíðum gluggum með stórbrotnu útsýni yfir Esjuna, útgengt út á yfirbyggðar vestur svalir sem eru einnig tengdar við tvö svefnherbergi. Parket á gólfi.
Eldhús: Í eldhúsi er vönduð, sérsmíðuð viðarinnrétting með granít borðplötum, ofn í vinnuhæð og gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp. Parket á gólfi.
Þvottahús/Búr: Gengið inn af eldhúsi. Viðarinnrétting með góðu skápaplássi. Vaskur og tengi fyrir þvottavél. Marmari á gólfi.
Hjónaherbergi: Stórt og bjart herbergi með inngengnum fataskáp með góðu skápaplássi. Útgengt út á svalir. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott herbergi með góðum tvöföldum skápum og hillu einingu. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: Útgengt út á svalir. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Viðarinnrétting með granítplötu. Handklæðaofn. Nuddpottur og sturta. Granít flísar á gólfum og flísar veggjum.

Nánari lýsing á efri hæð: 
Skáli:
Gengið upp frá gangi í 8 m2 skála með stórfenglegu útsýn yfir Esjuna og Kollafjörðin. Parket á gólfi.
Garðsvalir: Eru 32,1 m2 með 6,2 m2 geymslu sem er tilvalin fyrir garðhúsgögn og grill.

-Íbúð á aðalhæð er 161,6 m2
-Yfirbyggðar svalir í vestur 13,2 m2
-Skáli á efri hæð er 8 m2
-Geymsla í kjallara er 12,7 m2
-Geymsla í þakgarði 6,2 m2
-Þakgarður er 32,1 m2
-Samtals: 233,8 m2


Í sameign er hjóla og vagnageymsla ásamt sérstæði í bílakjallara einnig eru mörg stæði í kringum húsið ásamt fallegum og vel grónum garði. Eigninni fyrlgir 12.7 fm geymsla.

Allar nánari upplýsingar veita:
Styrmir Bjartur Karlsson, Framkvæmdastjóri og lfs. í síma 899 9090 eða [email protected] 
Eva Margrét Ásmundsdóttir í S: 822-8196 eða [email protected] 
Þorbirna Mýrdal S: 888-1644 eða á [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
 - Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
 - Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 - Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 - Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.